18.1.2007 | 16:50
Mikið gott Halldór
Æ hvað það er gott að hann Halldór skilur óánægju Finna á því að hann skuli nú verma stól framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.
Verst að Halldór skuli ekki skilja íslendinga, sem hann lofaði tárvotur að hann ætlaði að stíga af sviðinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Er ekkert að marka ykkur stjórnmálamenn.
Mér datt reyndar í hug ein ágæt saga af sviðinu. Einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson kom eitt sinn til Vestmannaeyja og skemmti á 17. júní í samkomuhúsinu. Sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að aðeins 2 vikum áður, hafði hann skemmt sama fólki á sama stað, og hann klikkaði á því, og fór með sama prógramið fyrir sama fólkið. Aumingja Ómar fór sneyptur af sviðinu þetta kvöld, því enginn hló. Hann hefur vafalaust lært af þessu.
Halldór Ásgrímsson hefur skemmt þjóðinni með sama brandaranum í 33 ár. Það hlær enginn lengur, og flestum er grátur í huga nú, þegar skemmtiatriðið á að halda áfram.
Elsku Halldór minn. Það er mikilvægt að þekkja vitjunartíma sinn. Þinn tími hefur löngu runnið sitt skeið.
![]() |
Halldór segist skilja óánægju Finna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Undraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.