Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.1.2007 | 20:10
Magga og flokkurinn
Allar fréttir af landsfundi Frjálslyndra eru athyglisverðar.
Sérstaklega þykir mér athyglisvert að heyra eftir Margréti Sverrisdóttur að hún kynni að sjá á bak sínum gamla flokki.... Sínum gamla flokki? Er þetta ekki gamli flokkurinn hans pabba hennar? Það verður fróðlegt að sjá hvað skeður þegar hún hefur fundað með stuðningsmanninum föður sínum á mánudaginn. Það skyldi þó ekki fara þannig að hún og flokkurinn yfirgefi flokkinn, af því að pabbi áann?
Undarlegt af Margréti að byrja að éta flokkinn að innan, nú þegar allt gengur honum í haginn. Allri orkunni er eytt inná við, núna þegar hann á öll tækifæri til þess að verða öflugri en nokkru sinni fyrr.
Þetta frumhlaup Margrétar skyldi þó ekki verða til þess að hún tapaði ráðherradómi í vor?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 02:30
28 000 ferðamenn til Ísafjarðar
Já.
Kannski fara þeir bara til Bolungarvíkur.
![]() |
Nöglunum fjölgað í líkkistu Alþjóða hvalveiðiráðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2007 | 16:50
Mikið gott Halldór
Æ hvað það er gott að hann Halldór skilur óánægju Finna á því að hann skuli nú verma stól framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.
Verst að Halldór skuli ekki skilja íslendinga, sem hann lofaði tárvotur að hann ætlaði að stíga af sviðinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Er ekkert að marka ykkur stjórnmálamenn.
Mér datt reyndar í hug ein ágæt saga af sviðinu. Einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson kom eitt sinn til Vestmannaeyja og skemmti á 17. júní í samkomuhúsinu. Sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að aðeins 2 vikum áður, hafði hann skemmt sama fólki á sama stað, og hann klikkaði á því, og fór með sama prógramið fyrir sama fólkið. Aumingja Ómar fór sneyptur af sviðinu þetta kvöld, því enginn hló. Hann hefur vafalaust lært af þessu.
Halldór Ásgrímsson hefur skemmt þjóðinni með sama brandaranum í 33 ár. Það hlær enginn lengur, og flestum er grátur í huga nú, þegar skemmtiatriðið á að halda áfram.
Elsku Halldór minn. Það er mikilvægt að þekkja vitjunartíma sinn. Þinn tími hefur löngu runnið sitt skeið.
![]() |
Halldór segist skilja óánægju Finna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2007 | 16:09
Fyrsta bloggfærsla
Um bloggið
Undraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar